Ráðstefna um samþættingu atvinnu og einkalífs

Alþjóðleg ráðstefna um samþættingu atvinnu og einkalífs verður haldin mánudaginn 5. október á Grand Hótel Reykjavík frá kl. 9:00-16:30. Ráðstefnan fer fram á ensku en aðgangur er  ókeypis og allir velkomnir. Meðal frummælenda er Guðrún Björk Bjarnadóttir, lögmaður hjá SA.

 

Á ráðstefnunni verður fjallað um niðurstöður fjölþjóðlegrar rannsóknar á stöðu fyrirtækja með tilliti til samþættingar atvinnu og einkalífs og hugsanlegt hlutverk hins opinbera í þeim efnum. Aðstæður á Íslandi verða svo skoðaðar og ræddar sérstaklega.

 

Frekari upplýsingar um ráðstefnuna má nálgast á vef Vinnumálastofnunar