Ráðstefna um efnahagshrunið og alþjóðaviðskipti á morgun - 23. júní

Í tilefni 50 ára afmælis EFTA og 40 ára afmælis aðildar Íslands verður efnt til ráðstefnu á Hilton Reykjavík Nordica miðvikudaginn 23. júní kl. 14:30-17:15. Efnahagshrunið og alþjóðaviðskipti er yfirskrift ráðstefnunnar en aðalræðumaður verður Jagdish Bhagwati, prófessor við Columbia háskólann í New York. Hann er meðal áhrifamestu hagfræðinga á sviði alþjóðaviðskipta og skrifar reglulega um margvísleg málefni í helstu dagblöð heims.

 

Vilmundur Jósefsson, formaður SA, er fundarstjóri ráðstefnunnar. 

 

Dagkrá og skráning á www.congress.is/efta50/