Ráðstefna: Foreldraorlof – staða kynjanna á Norðurlöndum

Á ráðstefnunni verður kynnt samnorræn rannsókn sem hafin er á umönnunarstefnu, kynjajafnrétti og líðan barna. Í rannsókninni er meðal annars leitað svara við því hvernig fæðingarorlofsréttur er nýttur og hvaða áhrif það hefur á samband foreldra og barna og stöðu kynja á vinnumarkaði.  Aðalfyrirlesari er Dr. Janet Gornick, prófessor í stjórnmála- og félagsfræði við City University í New York.

 

Ráðstefnan fer fram á Radisson SAS Hótel Sögu, 22. október 2009, Reykjavík.

 

Nánari upplýsingar má finna á vef Jafnréttisstofu