Orkugeirinn í Samtök atvinnulífsins

Stjórn Samtaka atvinnulífsins hefur samþykkt umsókn Samorku um að gerast aðili að SA sem sjálfstætt aðildarfélag. Samorka, samtök raforku-, hita- og vatnsveitna, verður því  áttunda aðildarfélag SA og öll 38 aðildarfyrirtæki Samorku verða jafnframt aðildarfyrirtæki SA. Samtök atvinnulífsins fagna þessum nýju aðilum sem efla enn stöðu samtakanna sem heildarsamtaka íslensks atvinnulífs. Spennandi tímar eru framundan í orkugeiranum með aukinni samkeppni í greininni og mikið fagnaðarefni fyrir SA að þessi fyrirtæki hafi kosið að gerast aðilar að samtökunum.