Opinn fundur um stöðugleikasáttmálann 21. október

Samtök atvinnulífsins efna til opins fundar um stöðugleikasáttmála aðila vinnumarkaðarins, sveitarfélaga og ríkisstjórnarinnar miðvikudaginn 21. október næstkomandi. Félagsmenn SA eru eindregið hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum um sáttmálann og framgang hans. Fundurinn fer fram á Hótel Loftleiðum kl. 8:00-10:00.

 

Framsögur flytja Vilmundur Jósefsson, formaður SA og Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA en í kjölfarið fara fram fyrirspurnir og umræður.

 

Morgunkaffi og skráning frá kl. 8:00 en formleg dagskrá hefst stundvíslega kl. 8:30 og verður lokið ekki síðar en kl. 10:00.

 

Smellið hér til að skrá þátttöku