Nýtt skilakerfi raf- og rafeindatækja (1)

Fimmtudaginn 10. júlí fer fram í Húsi atvinnulífsins undirbúningsstofnfundur félags til að reka skilakerfi framleiðenda og innflytjenda raf- og rafeindatækja. Markmið félagsins er m.a. að kosta geymslu raf- og rafeindatækjaúrgangs og tryggja söfnun og móttöku á raf- og rafeindatækjaúrgangi frá söfnunarstöðvum. Fundurinn fer fram á 6. hæð - Borgartúni 35 og hefst kl. 8:30. Sjá nánar »