Nýr forseti UNICE

Frá og með 1. júlí tekur Ernst-Antoine Seillère við af Dr. Jürgen Strube, stjórnarformanni BASF, sem forseti UNICE, Evrópusamtaka atvinnulífsins. Seillère er forstjóri Wendel Investissement og formaður MEDEF, frönsku samtaka atvinnulífsins. Seillère hefur sett fram helstu áhersluatriði sín á forsetastóli UNICE og eru þau sem hér segir: 

  • að fyrirtækin, sem skapa verðmætin, verði sett í öndvegi í umræðunni um framtíð Evrópu
  • að UNICE taki með stéttarfélögum virkan þátt í félagslegri þróun á Evrópuvettvangi
  • að áhersla verði lögð á nýsköpun sem grundvöll þróunar og framfara, og
  • að halda á lofti mikilvægi samkeppnishæfni atvinnulífsins fyrir hagvöxt og atvinnusköpun

Seillière vill að UNICE taki virkan þátt í umræðunni um framtíð Evrópu sem Tony Blair hefur boðað í formennskutíð sinni innan ráðherraráðsins á síðari helmingi ársins 2005. Lykiláhersla UNICE verði á mikilvægi hagvaxtar og atvinnusköpunar.

 

Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins eru á meðal aðildarsamtaka UNICE.