Nýr dagur - ný hugsun

Útflutningsráð efnir til ráðstefnu á fullveldisdaginn mánudaginn 1. desember undir yfirskriftinni Nýr dagur - ný hugsun. Tveir þekktir erlendir fyrirlesarar, Adjiedj Bakas, framtíðarrýnir og forstjóri Trendwatcher, og Claus Möller, stjórnendaráðgjafi og stofnandi Time Manager International, munu horfa til framtíðar á tækifæri þjóðar á tímamótum.

 

Meðal fyrirlesara er Þór Sigfússon, formaður Samtaka atvinnulífins.

 

Ráðstefnan fer fram á Hilton Reykjavík Nordica og stendur frá kl. 8.30 til kl. 11.00.

 

Sjá nánar á vef Útflutningsráðs