Ný efnalöggjöf ESB rædd á fundi SA 21. febrúar

Miðvikudaginn 21. febrúar efna Samtök atvinnulífsins til morgunfundar um nýja efnalöggjöf ESB, s.k. REACH löggjöf, og áhrif hennar á íslenskt atvinnulíf. Bryndís Skúladóttir, efnaverkfræðingur hjá Samtökum iðnaðarins, mun fjalla um löggjöfina, tiltaka dæmi um hverju REACH mun breyta fyrir íslensk fyrirtæki og benda á hvernig fyrirtæki geti undirbúið sig fyrir breytingarnar. REACH löggjöfin tekur gildi þann 1. júní 2007 í Evrópusambandinu og nokkru síðar á Íslandi.

 

Skyldur framleiðenda og innflytjenda

REACH löggjöfin mun gilda í allri Evrópu og á Evrópska efnahagssvæðinu en hún leysir af hólmi 40 ólíka lagabálka. Löggjöfin felur m.a. í sér almenna skyldu fyrir framleiðendur og innflytjendur að skrá öll efni, hrein eða í efnablöndum, sem eru framleidd eða flutt inn í meira magni en einu tonni á ári af viðkomandi aðila. Reglugerðin verður samhljóða í öllum löndunum EES og engar breytingar verða gerðar í innleiðingarferli hennar í einstaka löndum.

 

Skáning nauðsynleg

Yfirskrift fundar SA er Ný efnalöggjöf ESB – áhrif REACH á íslenskt atvinnulíf og fer hann fram í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 6. hæð. Fundurinn hefst klukkan 8:30 og verður lokið klukkan 10:00. Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir en nauðsynlegt er að skrá þátttöku á vef SA. Fundurinn er hluti af fundaröð SA, Atvinnulíf og umhverfi, og er sá fimmti í röðinni. Þáttakendur fá á fundinum Spurningar og svör um REACH ásamt gátlista sem nýtist fyrirtækjum við að undirbúa sig fyrir gildistöku hinar nýju efnalöggjafar.

 

Vinsamlegast skráið þátttöku með því að smella hér

 

Sjá einnig umfjöllun um REACH á vef SI