Ný efnalöggjöf ESB

Miðvikudaginn 21. febrúar efna Samtök atvinnulífsins til morgunfundar um nýja efnalöggjöf ESB, s.k. REACH löggjöf, og áhrif hennar á íslenskt atvinnulíf. Bryndís Skúladóttir, efnaverkfræðingur hjá Samtökum iðnaðarins, mun fjalla um löggjöfina, tiltaka dæmi um hverju REACH mun breyta fyrir íslensk fyrirtæki og benda á hvernig fyrirtæki geti undirbúið sig fyrir breytingarnar. REACH löggjöfin tekur gildi þann 1. júní 2007 í Evrópusambandinu og nokkru síðar á Íslandi. Sjá nánar »