Norræn ráðstefna um samfélagsábyrgð fyrirtækja í Reykjavík

Norræn ráðstefna um samfélagsábyrgð fyrirtækja fer fram í Reykjavík dagana 14.-15. maí nk. Um er að ræða ráðstefnu norrænna fyrirtækja sem hafa skrifað undir Global Compact, sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð.

 

Samtök atvinnulífsins eru tengiliður á Íslandi við Global Compact en samtök atvinnulífsins á Grænlandi verða einnig gestgjafar á ráðstefnunni ásamt SA. Festa - miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja er ráðgefandi við undirbúning ráðstefnunnar. Ljóst er að fulltrúar nokkurra framsæknustu fyrirtækja Norðurlanda munu eiga fulltrúa á ráðstefnunni auk sérfræðinga í samfélagsábyrgð  frá skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í New York.

 

Áhugasamir stjórnendur um Global Compact geta haft samand við Hörð Vilberg hjá SA til að kynna sér málið frekar en aukinn áhugi er meðal íslenskra fyrirtækja á að vinna með samfélagsábyrgð með formlegum hætti og viðbúið að það fjölgi í hópi íslenskra fyrirtækja sem skrifa undir Global Compact fyrir vorið.

 

Sjá nánar á norrænum vef Global Compact