Norræn fyrirtæki ræða samfélagsábyrgð í Reykjavík 25.-26. október

Dagana 25.-26. október nk. fer fram í Reykjavík fundur norræns tenglanets fyrirtækja sem hafa skrifað undir Global Compact viðmið S.Þ. - sáttmála um samfélagsábyrgð. Samtök atvinnulífsins eru tengiliður á Íslandi við Global Compact og skipuleggja fundinn. Mörg af öflugustu fyrirtækjum Norðurlanda hafa skrifað undir sáttmálann en yfir 400 fyrirtæki taka þátt í norræna tengslanetinu.

 

Með verkefninu vilja S.Þ. hvetja fyrirtæki til að sýna samfélagslega ábyrgð í verki með því að tileinka sér tíu viðmið á sviði mannréttinda, vinnumarkaðsmála og umhverfismála. Fyrirtæki sem skrifa undir sáttmálann einsetja sér jafnframt að vinna gegn hvers kyns spillingu.

 

Fyrirtæki sem taka þátt sýna með því ábyrgð og gera grein fyrir henni opinberlega. Þau geta jafnframt gert viðskiptavinum sínum grein fyrir þátttökunni, bæði birgjum og kaupendum, og staðfest með því að þau vilji sýna samfélagslega ábyrgð í verki.

 

Sameinuðu þjóðirnar hleyptu verkefninu af stokkunum í júlí árið 2000 og en  um þessar mundir taka þátt í verkefninu um  7.700 fyrirtæki um allan heim og fer þeim ört fjölgandi.

 

Nánari upplýsingar um fundinn og Global Compact má nálgast á veftengslanets  norræna fyrirtækja sem hafa skrifað undir Global Compact:

 

http://www.gcnordic.net/