Námsstefna fyrir þá sem hafa misst atvinnu

Námsstefna verður haldin 3. apríl næstkomandi á Hótel Sögu þar sem fjallað verður um tækifæri og úrræði fyrir einstaklinga sem hafa misst atvinnuna. Námsstefnan er haldin á vegum nefndar félags- og tryggingamálaráðuneytis er vinnur að vinnumarkaðsúrræðum.

 

Fjallað verður m.a. um breytingar á löggjöf og hvaða möguleikar felast í þeim. Christer Gustafsson, stofnandi og stjórnarmeðlimur Hallander-verkefnisins sem gaf góða raun í Svíþjóð í byrjun níunda áratugarins, mun flytja fyrirlestur um verkefnið. Fjöldi innlendra úrræða sem hafa það markmið að stuðla að aukinni virkni og bættri stöðu atvinnulausra á vinnumarkaðinum verða enn fremur kynnt.

 

Dagskrá

9.05-9.15 Ávarp Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur, félags- og tryggingamálaráðherra.

9.15-9.35 Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar.

9.35-10.05 Christer Gustafsson, Hallander-verkefnið.

10.05-10.25 Kaffi.

10.20-11.20 Örkynningar

  • Virkjun.
  • Impra: Frumkvöðlasetrið og Starfsorka.
  • Nýttu kraftinn.
  • Bættu um betur.
  • Efling.
  • Hitt húsið: Vítamín og Klár í kreppuna.
  • Átaksverkefni á vegum Vinnumálastofnunar.

11.25-11.50 Pallborðsumræður.

11.50-12.00 Ráðstefnuslit. Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri.

Fundarstjóri verður Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, ráðuneytisstjóri félags- og tryggingamálaráðuneytisins.

Námsstefnan er opin öllum og aðgangur frír.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á netfangið bjork.vermundsdottir@fel.stjr.is

 

Nánari upplýsingar má nálgast hér