Námskeið um ábyrgð og árangur stjórnarmanna

Opni háskólinn í Háskólanum í Reykjavík býður upp á námskeið um ábyrgð og árangur stjórnarmanna 24. mars - 19. maí 2009. Markmið námskeiðanna er að efla árangur, ábyrgð og trúverðugleika íslenskra fyrirtækja með því að treysta faglegan grunn stjórnarmanna m.a. með þjálfun á sviði lagalegra, rekstrarlegra, fjárhagslegra og siðferðilegra viðfangsefna.

 

Nánari upplýsingar og skráning er á vef Opna háskólans en hér að neðan er yfirlit yfir námskeiðin sem eru í boði:

 

Almennur inngangur: Ábyrgð og forysta - 24. mars, kl. 8:30-13:00

 

Lagaleg viðfangsefni stjórna - 31. mars, kl. 8:30-13:00

 

Fjárhagsleg viðfangsefni stjórna - 21. apríl, kl. 8:30-13:00

 

Rekstrar og hagfræðileg viðfangsefni stjórna - 5. maí, kl. 8:30-13:00

 

Stjórnarhættir opinberra fyrirtækja - 19. maí, kl. 8:30-13:00

 

Sjá nánar:


Upplýsingar á vef Opna Háskólans