Námskeið SA um gerð jafnréttisáætlana (1)

Samkvæmt jafnréttislögum ber fyrirtækjum með fleiri en 25 starfsmenn að gera skriflega jafnréttisáætlun eða setja slík markmið í starfsmannastefnu. SA gangast því fyrir stuttu námskeiði um gerð jafnréttisáætlana miðvikudaginn 13. mars kl. 10:00-12:00 að Garðastræti 41. Fjallað verður á praktísktan hátt um það hvernig fyrirtæki geti gengið frá jafnréttisáætlun eða jafngildi hennar þannig að skilyrðum jafnréttislaga sé fullnægt.  Námskeiðið er ætlað félagsmönnum SA og er ókeypis fyrir þá.  Námsgögn fylgja.


Dagskrá:


Hverjir þurfa að gera skriflega jafnréttisáætlun /

   starfsmannastefnu og af hverju?  Efnisatriði

   áætlunarinnar.  Hrafnhildur Stefánsdóttir,

   yfirlögfræðingur SA.


Markmið og ávinningur. Rebekka Ingvarsdóttir,

   starfsmannastjóri Skeljungs.


Hvernig á að standa að framkvæmdinni? 

   Umræður og dæmi. 

 

Vinsamlega tilkynnið þátttöku í síma 511 5000 eða með tölvupósti:  arndis.arnardottir@sa.is