Námskeið í gerð styrkumsókna innan starfsmenntaáætlunar ESB

Föstudaginn 9. janúar kl. 13 - 15 verður haldið námskeið um gerð umsókna um mannaskipta- og samstarfsverkefni innan Leonardó hluta starfsmenntaáætlunar ESB í Árnagarði, Sturlugötu 1, stofu 310. Námskeiðið er ókeypis og öllum opið.

 

Skráning fer fram í síma 525-4900 og með tölvupósti á lme@hi.is.

 

Sjá nánar á heimasíðu Menntaáætlunar ESB