Mótframlag í lífeyrissjóð í 7% um áramót

Um næstkomandi áramót mun mótframlag vinnuveitenda í samtryggingarsjóði lífeyrissjóða hækka úr 6% í 7% skv. flestum þeim kjarasamningum sem Samtök atvinnulífsins hafa gert við viðsemjendur sína. Á sama tíma fellur niður skylda vinnuveitanda til að greiða 1% fast framlag í séreignarsjóð án framlags starfsmanns.

 

Þeir kjarasamningar, sem Samtök atvinnulífsins hafa gert og kveða á um hækkun mótframlags eru við eftirfarandi aðila:

 • Starfsgreinasambandið
 • Flóabandalagið
 • Rafiðnaðarsamband Íslands
 • Landssamband íslenzkra verzlunarmanna og Verzlunarmannafélag Reykjavíkur
 • Aðila virkjanasamnings
 • Matvís
 • Samiðn
 • Mjólkurfræðingafélag Íslands
 • Vélstjórafélag Íslands vegna vélstjóra á kaupskipum
 • Vélstjórafélag Íslands vegna vélstjóra í frystihúsum og verksmiðjum
 • Félag skipstjórnarmanna vegna skipstjórnarmanna á kaupskipum
 • Félag bókagerðarmanna
 • Verkstjórasamband Íslands
 • Múrarafélag Reykjavíkur
 • Múrarasamband Íslands
 • Sveinafélag pípulagningarmanna
 • Félag veggfóðrara- og dúklagningarsveina
 • Lyfjafræðingafélag Íslands vegna apóteka og lyfjaframleiðenda
 • Sjómannasambands Íslands, Alþýðusambands Austurlands, Alþýðusambands Vestfjarða og Farmanna- og fiskimannasambands Íslands

Um er að ræða fyrri hluta af tveimur í hækkun mótframlags vinnuveitenda í samtryggingarsjóði lífeyrissjóða samkvæmt kjarasamningum sem gerðir hafa verið af hálfu Samtaka atvinnulífsins á árinu 2004. Þann 1. janúar 2007 mun mótframlagið hækka um annað prósentustig, en á sama tíma verður almennt tryggingagjald lækkað um 0,45%.