Morgunverðarfundur um samgöngumál

Samstarfsvettvangur um samgöngumál boðar til fundar þann 30. ágúst nk. kl. 9:00 - 11:00 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35 á 6. hæð. Fundurinn er tvískiptur og geta gestir setið annað eða bæði erindin.

 

Dagskrá fundar:

 

9:00 - 9:45 Hvítbók ESB; Stefna í samgöngumálum til ársins 2050.

Birna Hreiðarsdóttir, lögfræðingur, Innanríkisráðuneytinu, greinir frá Hvítbók ESB, stefnuyfirlýsingu Evrópusambandsins í samgöngumálum og sameiginlegri umsögn EFTA ríkjanna.

 

10:00 - 11:00 Solas Polar Code - breytingar á kröfum til skipa sem sigla um heimskautasvæðið


Ólafur Briem, Siglingastofnun, kynnir og gerir grein fyrir þeim breytingum sem fram undan eru.

 

Fyrri hluti fundarins er ætlaður þeim sem starfa á sviði samgangna og flutninga, hvort heldur er á lofti, láði eða legi en seinni hluti fundarins þeim sem eiga hagsmuna að gæta varðandi skipasiglingar um eða við heimskautasvæðið.

 

Nánari upplýsingar og skráning á lisbet@svth.is og gunnar.valur@saf.is 

 

Dagskrá til útprentunar