Morgunverðarfundur um heilbrigðan einkarekstur

Samtök atvinnulífsins efna til morgunverðarfundar á Grand Hótel Reykjavík föstudaginn 2. júní nk. kl. 8:15-9:30, þar sem einkarekstur í heilbrigðisþjónustu verður til umræðu. Yfirskrift fundarins er Heilbrigður einkarekstur – tækifæri til sóknar í íslenskri heilbrigðisþjónustu. Á fundinum verður lagt fram nýtt rit SA um íslenska heilbrigðiskerfið þar sem er m.a. að finna tillögur SA um hvar megi nýta frekar kosti einkarekstrar í íslenskri heilbrigðisþjónustu. Erindi flytja Sigurður Ásgeir Kristinsson, bæklunarlæknir og framkvæmdastjóri Orkuhússins, og Anna Birna Jensdóttir, hjúkrunarforstjóri Sóltúns og framkvæmdastjóri Öldungs hf. Sjá nánar