Morgunverðarfundur um fjármál ríkisins - á Grand Hótel Reykjavík

Samtök atvinnulífsins efna til morgunverðarfundar um fjármál ríkisins, miðvikudaginn 16. júní á Grand Hótel Reykjavík.

 

Á fundinum verður kynnt nýtt rit SA um ríkisfjármálin. Gestur fundarins verður  David Crouchan frá samtökum atvinnurekenda á Írlandi og mun hann m.a. segja frá aðgerðum Íra í kreppunni.

 

Dagskrá fundarins verður nánar auglýst þegar nær dregur en fundurinn hefst kl. 8:30 og verður lokið kl. 10:30.