Mikill áhugi á skattafundi SA og VÍ á Hilton Nordica - skráningu lýkur í dag

Á þriðja hundrað stjórnenda úr íslensku atvinnulífi hafa nú þegar boðað komu sína á opinn fund SA og VÍ um skattamál fyrirtækja en fundurinn fer fram á Hótel Nordica í fyrramálið. Skráningu á fundinn lýkur í dag og eru áhugasamir hvattir til að skrá sig sem fyrst en ljóst er að skattamálin hvíla þungt á atvinnulífinu um þessar mundir - einkum breytingar á skattkerfinu sem stjórnvöld hafa ráðist í og valda atvinnulífinu og ríkissjóði skaða.

 

Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands munu kynna ítarlegar tillögur að umbótum á skattaumhverfi atvinnulífisins sem byggja á greiningarvinnu skattasérfræðinga og stjórnenda.

 

SA og VÍ telja nauðsynlegt að flestar breytingar sem gerðar hafa verið að undanförnu á löggjöf um skattalegt umhverfi fyrirtækja gangi til baka eða verði breytt enda eru þær flestar til þess fallnar að draga úr fjárfestingum og vilja til þátttöku í atvinnurekstri og jafnframt líklegar til þess að draga úr skatttekjum ríkisins.

 

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra mun bregðast við tillögum SA og VÍ á fundinum, auk þess sem stjórnendur og skattasérfræðingar munu taka þátt í umræðum um nauðsynlegar breytingar á skattkerfinu til að stuðla að auknum fjárfestingum og sköpun starfa.

 

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞÁTTTÖKU

 

Nánari upplýsingar um fundinn má nálgast á vef SA

 

Fundurinn SA og VÍ fer fram í stóra sal Nordica kl. 8:30-10:00. Skráning og léttur morgunverður frá kl. 8:00.