Menntaverðlaun atvinnulífsins 2014 (1)

Menntaverðlaun atvinnulífsins verða veitt í fyrsta sinn mánudaginn 3. mars 2014 til fyrirtækja sem hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og menntamála. Menntaverðlaunin verða afhent á Menntadegi atvinnulífsins á Hilton Reykjavík Nordica. Menntun og fræðsla sem nýtist öllu atvinnulífinu verður þar í kastljósinu en Samtök atvinnulífsins og sjö aðildarsamtök SA standa að deginum. Menntafyrirtæki ársins og Menntasproti ársins verða verðlaunuð.

Fjögur fyrirtæki eru tilnefnd sem Menntafyrirtæki ársins og fjögur fyrirtæki eru tilnefnd sem Menntasproti ársins. Greint verður frá tilnefningum í vikunni fyrir menntadaginn og fyrirtækin rækilega kynnt. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, mun tilkynna um sigurvegara á menntadeginum og afhenda verðlaun í hvorum flokki fyrir sig.

 

Nánari upplýsingar um Menntadag atvinnulífsins má nálgast hér.