Málþing um starfsendurhæfingu (1)

 

Málþing um starfsendurhæfingu 13. nóvember kl. 13-16 á Grand hótel Reykjavík

 

Þriðjudaginn 13. nóvember nk. verður haldið málþing um mikilvægi starfsendurhæfingar í þeim tilvikum þegar einstaklingar hafa verið lengi frá vinnu vegna veikinda eða slysa. Að málþinginu standa Samtök atvinnulífsins, Tryggingastofnun ríkisins, Landssamtök lífeyrissjóða, ASÍ, Vinnumálastofnun og Samstarfsráð um endurhæfingu. Reynslan sýnir að löng fjarvera hefur áhrif á sjálfsbjargarviðleitni og sjálfsöryggi, eykur kvíða og leiðir jafnvel til þunglyndis. Þessir einstaklingar eiga í mörgum tilvikum ekki afturkvæmt út á vinnumarkaðinn og enda að lokum á örorkubótum. Talið er að markviss aðstoð og endurhæfing geti skipt sköpum sé hún veitt í tæka tíð. Markmið málþingsins er að skapa umræðu um skipulag starfsendurhæfingar á Íslandi og leiðir til úrbóta.

 

Dagskrá

 

13.00  Setning þings

 Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra

 

13.15 Staða starfsendurhæfingar

           og orsakir örorku á Íslandi

           Sigurður Thorlacius, tryggingayfirlæknir

 

Starfsendurhæfing á vegum TR

og úttekt á henni

            Gunnar Kr. Guðmundsson

            endurhæfingarlæknir

 

14.00  Starfsendurhæfing í Svíþjóð,

            markmið og reynsla

            Sven-Olof Krafft, endurhæfingarlæknir

            og yfirlæknir FK ( samsvarandi TR) í vestur

            Svíþjóð

 

14.45   Kaffi

 

15.05  Skiptir menntun máli

            í starfsendurhæfingu?

            Hrafnhildur Tómasdóttir,

            verkefnisstjóri hjá MFA

 

          Starfshæfni langtíma atvinnulausra

            Gissur Pétursson,

            forstjóri Vinnumálastofnunar

 

         Þýðing starfsendurhæfingar

            fyrir lífeyrissjóði

            Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri

            Landssamtaka lífeyrissjóða

 

15.45   Samantekt fundarstjóra

 

16.00   Málþingi slitið

 

Fundarstjóri:  Karl Steinar Guðnason, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins