Málþing um Jón Sigurðsson og atvinnulífið í Hofi á Akureyri

Í tilefni þess að á árinu verða 200 ár liðin frá fæðingu Jóns Sigurðssonar forseta efna Samtök atvinnulífsins til málþings um Jón og sýn hans á atvinnulífið. Málþingið fer fram í Hofi á Akureyri föstudaginn 25. mars kl. 14:00-16:30.

 

Fjórir fyrirlesarar, þau Guðjón Friðriksson sagnfræðingur, Guðfinna Hreiðarsdóttir sagnfræðingur, Sigríður Á. Snævarr sendiherra og Þorsteinn Pálsson fv. ráðherra munu fjalla um áhrif Jóns Sigurðssonar á atvinnulíf á Íslandi í fortíð, nútíð og framtíð. Málþingið er öllum opið og er skráning hafin á vef Samtaka atvinnulífsins.

Jón Sigurðsson og atvinnulífið - dagskrá.
Föstudaginn 25. mars kl. 14:00-16:30. Hofi Akureyri

Jón SigurðssonSetning
Vilmundur Jósefsson, formaður SA.

 

Jón Sigurðsson og liberalisminn
Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur.

 

Áhrif frá Jóni Sigurðssyni á atvinnuuppbygginguna á Vestfjörðum í byrjun 20. aldar
Guðfinna Hreiðarsdóttir sagnfræðingur.


Hvað geta leiðtogar samtímans lært af Jóni Sigurðssyni
Sigríður Á. Snævarr sendiherra.


Nútíminn  í ljósi baráttu Jóns Sigurðssonar fyrir fullveldi og viðskiptafrelsi

Þorsteinn Pálsson, fv. ráðherra.


Málþingsslit
Sólveig Pétursdóttir, formaður 200 ára afmælisnefndar Jóns Sigurðssonar

 

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞÁTTTÖKU

 

 

Málþingið er samstarfsverkefni afmælisnefndar Jóns Sigurðssonar.

 

Tengt efni:

 

www.jonsigurdsson.is