Málefnahópur SA um samfélagslega ábyrgð

Föstudaginn 29. janúar mun málefnahópur SA um samfélagslega ábyrgð funda í Húsi atvinnulífsins kl. 8:30-9:30. Í stöðugleikasáttmálanum er kveðið á um að stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins móti sameiginlega viðmið sem fylgt verði við endurreisn atvinnulífsins og aðkomu opinberra aðila að atvinnustarfsemi og eignarhaldi fyrirtækja. Sérstakur starfshópur vinnur nú að þessu markmiði og verður starf hans kynnt á fundinum og rætt. Einnig verður aðkoma SA að Global Compact verkefni Sameinuðu þjóðanna kynnt en SA tóku að sér á síðasta ári að vera tengiliður við verkefnið hér á landi.

 

Málefnahópur SA er opinn félögum í Samtökum atvinnulífsins en þeir sem hafa áhuga á að mæta á fundinn geta haft samband við Hörð Vilberg í síma 591-0005 eða sent póst á hordur@sa.is.

 

Fundurinn fer fram á skrifstofu SA á 5. hæð í Húsi atvinulífsins.

 

Nánari upplýsingar:

 

Stöðugleikasáttmálinn

 

Upplýsingar um Global Compact:

 

www.unglobalcompact.org

  

www.gcnordic.net