Lokaráðstefna Jafnréttiskennitölunnar

Ráðstefna um nýtingu mannauðs í stjórnun og æðstu stjórnunarstöðum fyrirtækja verður haldin í Salnum í Kópavogi þann 19. september næstkomandi. Með ráðstefnunni lýkur verkefninu um Jafnréttiskennitöluna, sem unnið hefur verið af Rannsóknasetri í vinnurétti og jafnréttismálum við Háskólann á Bifröst en Samtök atvinnulífsins eru meðal samstarfsaðila að verkefninu. Ráðstefnan er jafnframt liður í afmælisdagskrá Háskólans á Bifröst á 90 ára afmælisári hans.