Lög um mengun hafs og stranda

Um áramótin taka að fullu gildi lög um mengun hafs og stranda. Fyrirtæki sem lögin ná til þurfa að tryggja sig sérstaklega vegna hugsanlegrar bráðamengunar en í fylgiskjali með lögunum geta fyrirtæki séð hvort þau þurfi að kaupa auka tryggingar og útbúa sérstaka viðbragðsáætlun vegna bráðamengunaróhapps eins og kveðið er á um í lögunum.

 

Það eru  16. -18. gr. laga nr. 33/2004 um varnir gegn mengun hafs og stranda sem taka gildi um áramótin þar sem kveðið er á um auknar tryggingar fyrirtækja gagnvart fyrrgreindri mengun. Umhverfisráðuneytið hefur nú gefið út reglugerð (nr. 1078/2005) vegna málsins og auk þess breytt gildandi reglugerð um starfsleyfi (nr. 1077/1075).

 

Auk þess að tryggja sig gagnvart bráðamengun hafs og stranda ber fyrirtækjum sem lögin ná til að gera viðbragðsáætlun vegna hugsanlegs bráðamengunaróhapps. Íslensk tryggingafélög munu vera í stakk búin til að bæta skilmálum sem uppfylla ákvæði reglugerðarinnar við skilmála frjálsra ábyrgðartrygginga fyrirtækja.