Kynningarfundur um nýjan kjarasamning við aðildarfélög BHM

Samtök atvinnulífsins hafa undirritað kjarasamning við 14 aðildarfélög BHM og tekur hann gildi 1. október nk. Samningurinn nær til félagsmanna í hlutaðeigandi stéttarfélögum sem starfa hjá aðildarfyrirtækjum SA og gegna störfum sem krefjast háskólamenntunar.

 

Kynningarfundur vegna nýja kjarasamningsins verður haldinn í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35 - 6. hæð þriðjudaginn 16. september og hefst hann kl. 9. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku á vef SA. Sjá nánar »