Kynbundin valdakerfi í íslenskum stjórnmálum og efnahagslífi

Föstudaginn 15. janúar verður haldið málþing um kyn og völd íslenskum stjórnmálum og efnahagslífi á vegum Rannsóknstofu í kvenna- og kynjafræðum (RIKK), Jafnréttisstofu og EDDU - öndvegisseturs. Á málþinginu - sem fer fram á Háskólatorgi Háskóla Íslands, stofu 102, kl. 14.30-16.30 -  verða kynntar niðurstöður íslenska hluta samnorræna rannsóknaverkefsins Kyn og völd á Norðurlöndum.  Verkefnið var unnið af norrænu kvenna- og kynjarannsóknastofnuninni NIKK að ósk Norrænu ráðherranefndarinnar. Umsjón með íslenskum hluta rannsóknarinnar hafði RIKK.

 

Meðal þeirra sem taka þátt í pallborðsumræðum eru:

 

Rannveig Guðmundsdóttir, fyrrverandi alþingismaður, ráðherra og varaforseti Alþingis.

 

Guðrún Björk Bjarnadóttir, lögmaður hjá Samtökum atvinnulífsins,

 

Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP,

 

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, alþingiskona,

 

Jón G. Hauksson ritstjóri Frjálsrar Verslunar,

 

Margrét Kristmannsdóttir, stjórnarformaður Samtaka verslunar og þjónustu, fyrrv. formaður Félags kvenna í atvinnurekstri.

 

Þórdís Jóna Sigurðardóttir, heilsuráðgjafi hjá Manifesto og fyrrverandi stjórnarformaður Teymis.

 

Sjá nánar á vef Jafnréttisstofu