Kosningu nýs formanns SA lýkur kl. 12 í dag

Rafrænni kosningu formanns Samtaka atvinnulífsins lýkur kl. 12 í dag. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, gefur kost á sér í embætti formanns SA en Vilmundur Jósefsson, núverandi formaður SA, hefur ákveðið að hætta. Vilmundur hefur verið formaður Samtaka atvinnulífsins frá árinu 2009. Nýr formaður tekur því við í dag, miðvikudaginn 6. mars þegar aðalfundur SA fer fram á Hilton Reykjavík Nordica.

 

Dagskrá og skráning aðalfundar SA 2013

 

Kjörgengir til embættis formanns SA eru stjórnendur og stjórnarmenn aðildarfyrirtækja og aðildarfélaga samtakanna. Félagsmenn Samtaka atvinnulífsins hafa fengið send lykilorð í pósti til að taka þátt í kosningunni.

 

Á forsíðu vefs SA efst til vinstri - er hnappur merktur Formannskjör. Smellt er á hnappinn til að komast inn á sérstakan kosningarvef. Þar nálgast félagsmenn kjörseðil sinn með hjálp lykilorðsins.

 

Nánari upplýsingar um kosningu formanns SA má fá á skrifstofu SA í síma 591 0000 eða með því að senda tölvupóst á audur@sa.is.

 

Kosningakerfið er hannað af fyrirtækinu Outcome hugbúnaði ehf. og er umsjón kosninganna vera hjá þeim. Atkvæði kjósenda verða ekki rakin af SA og kosningin því leynileg.

 

Tengdar fréttir:

 

Björgólfur Jóhannsson gefur kost á sér sem formaður Samtaka atvinnulífsins

 

Vilmundur hættir sem formaður SA