Konur í „karlastörfum"

Miðvikudaginn 26. febrúar verður efnt til opins fundar á Grand Hótel Reykjavík kl. 8.30-10.15 um konur í hefðbundnum „karlastörfum." Fundurinn hefst með ávarpi félags- og húsnæðismálaráðherra, forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands fjallar um stöðu kvenna innan Verkfræði- og náttúruvísindasviðs háskólans og ríkislögreglustjóri ræðir um stöðu jafnréttismála innan lögreglunnar og ræðir um áskoranir og tækifæri. Að því loknu verða pallborðsumræður.

 

Nánari upplýsingar, dagskrá og skráning eru á vef velferðarráðuneytis