Karlar í umönnunar- og kennslustörfum

Fimmtudaginn 13. febrúar kl. 11.45 - 13.30 á Grand Hótel Reykjavík verður rætt um karla í umönnunar- og kennslustörfum. Markmið fundarins er að efna til umræðu um mögulegar leiðir til að fjölga körlum í umönnunar og kennslustörfum á íslenskum vinnumarkaði.

 

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra setur fundinn, Jón Yngvi Jóhannsson, formaður starfshóps um karla og jafnrétti kynnir skýrslu um karla og kynbundið náms- og starfsval, Ingólfur V. Gíslason lektor í félagsfræði fjallar um konur í umönnunarstörfum og að því loknu verða pallborðsumræður um málefnið.

 

Nánari upplýsingar, dagskrá og skráning eru á vef velferðarráðuneytis