Jafnréttisviðurkenningin 2010 - tilnefningar óskast

Jafnréttisráð lýsir eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningarinnar fyrir árið 2010. Viðurkenningu geta hlotið einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög, hópar eða félagasamtök, sem á einn eða annan hátt hafa skarað fram úr eða markað spor á sviði jafnréttismála. Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs er þema Jafnréttisráðs árið 2010. Því verður sérstaklega horft til þátta sem tengjast því.

 

Tilnefningum skal skilað eigi síðar en 15. október n.k. til Jafnréttisráðs, Borgum, 600 Akureyri, í síma 460 6200, eða tölvupósti jafnretti@jafnretti.is