Hugmyndaþing SA á Hofsósi 5. september (1)

Samtök atvinnulífsins hvetja til aukins hagvaxtar um land allt og efna af því tilefni til hugmyndaþings á Hofsósi næstkomandi föstudag - 5. september frá kl. 14:00-16:30. Þingið fer fram í Vesturfarasetrinu en þar munu valinkunnir aðilar úr íslensku athafnalífi deila reynslu sinni af atvinnuuppbyggingu og draga upp mynd af framtíð atvinnulífs á landsbyggðinni. Þinginu stýrir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA en meðal þátttakenda eru Steinunn Jónsdóttir, athafnakona og Friðrik Þór Friðriksson, kvikmyndaleikstjóri og framleiðandi. Sjá nánar »