HönnunarMars

Hönnunarmiðstöð stendur í fyrsta sinn fyrir hönnunardögum í mars undir heitinu HönnunarMars sem mun verða árlegur viðburður. Dagskrá fyrsta HönnunarMarsins er glæsileg og eru yfir 150 viðburðir í boði af eins fjölbreyttum toga og víðfeðmi hönnunar gefur tilefni til.

Íslensk hönnun hverskonar hefur verið í deiglunni að undanförnu enda vekja íslenskir hönnuðir sífellt meiri athygli, bæði hér heima sem og á erlendri grundu. HönnunarMars er ætlað að vekja athygli á íslenskum hönnuðum og hönnun þeirra. 

Tóm verslunarrými verða fyllt af íslenskri hönnun, kaffihús flagga íslenskum bollum og diskum og glæsilegar sýningar og innsetningar verða settar upp um allan bæ. Ekki má gleyma verslunum í öðrum bæjarhlutum, sýningum og vinnustofum sem opna dyr sínar fyrir gestum.

Auk þess er að finna í HönnunarMars glæsilega fyrirlestraröð, málþing, kvikmyndasýningar og nýstárlegar skoðunarferðir um borgina með leiðsögn arkitekta.

Sjá nánar:

 

Á vef Hönnunarmiðstöðvar