Hátækni- og sprotaþing 2009 - Haldið hjá CCP

Í samstarfi Hátækni- og sprotavettvangs, þingflokka stjórnmálaflokka, ráðuneyta iðnaðar, utanríkis, mennta- og fjármála, háskóla og aðila stoðkerfis og atvinnulífs verður efnt til Hátækni-og sprotaþings 2009 föstudaginn 6. nóvember nk. Á þinginu verður fjallað um stöðu og starfsskilyrði hátækni- og sprotafyrirtækja á Íslandi.

 

Hátækni- og sprotavettvangur er samstarfsverkefni Samtaka iðnaðarins, Samtaka sprotafyrirtækja, Samtaka íslenskra líftæknifyrirtækja, Samtaka upplýsinga-tæknifyrirtækja og ráðuneyta iðnaðar, utanríkis, mennta- og fjármála. Markmið vettvangsins er að vinna að vegvísi til framtíðar um eflingu og uppbyggingu hátækni- og sprotafyrirtækja á Íslandi.

 

Þingið fer fram föstudaginn 6. nóvember, kl. 12.45-17.00 í húsnæði CCP, Grandagarði 8

 

SKRÁNING OG NÁNARI UPPLÝSINGAR Á VEF SI