Hádegisfundur um Evrópufélög 2. mars

Þriðjudaginn 2. mars standa Háskólinn í Reykjavík, Samtök atvinnulífsins og LOGOS lögmannsþjónusta fyrir hádegisfundi um Evrópufélög – nýtt hlutafélagaform.

 

Á fundinum mun Jón Ögmundur Þormóðsson skrifstofustjóri í viðskiptaráðuneytinu fjalla um innleiðingu reglugerðar Evrópusambandsins um Evrópufélög, þ.e. íslenska frumvarpið að lögum um Evrópufélög sem lagt hefur verið fyrir Alþingi.

 

Síðan mun dr. Jan Schans Christensen, prófessor í félagarétti við lagadeild Háskólans í Kaupmannahöfn, flytja erindi á ensku sem ber heitið: The European Company - is it a true alternative? "The European company (SE) purports to facilitate cross-border activities but its success may depend on how implementation is effected and whether other EU-initiatives are speeded up."

 

Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 2. mars kl. 12.00 í stofu nr. 131b í Háskólanum í Reykjavík.

 

Að erindinu loknu verður gefinn kostur á fyrirspurnum og umræðum. Gert er ráð fyrir að fundinum ljúki kl. 13.15. Fundarstjóri verður Áslaug Björgvinsdóttir dósent. Fundurinn er öllum opinn.

 

Tilkynna þarf þátttöku til: ingad@ru.is og hildur@ru.is eða í síma 599 6258 og 599 6268.