Fyrningarleið í sjávarútvegi?

Landssamband íslenskra útvegsmanna boðar til morgunverðarfundar á Grand Hótel Reykjavík fimmtudaginn 11. febrúar  kl. 8.00-9.30 undir yfirskriftinni: Fyrningarleið í sjávarútvegi? Á fundinum verða flutt þrjú erindi um áhrif fyrningarleiðar á sjávarútvegsfyrirtækin og þjóðhagsleg áhrif hennar. Í fundarboði segir m.a.: „Úttekt Deloitte sýnir að verði aflaheimildir teknar af sjávarútvegsfyrirtækjunum á 20 árum leiðir það til gjaldþrots þeirra. Boðuð fyrningarleið stjórnvalda elur á óvissu og ógnar atvinnu og afkomu starfsfólks í sjávarútvegi, svo og þeirra þúsunda annarra sem byggja afkomu sína á þjónustu við atvinnugreinina."

 

Fyrirlesarar eru þeir Þorvarður Gunnarsson, endurskoðandi og framkvæmdastjóri Deloitte, Jón Eðvald Friðriksson, framkvæmdastjóri FISK Seafood hf. á Sauðárkróki og Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. Fundarstjóri er Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

 

Sjá nánar:

 

Dagskrá fundarins (PDF)