Fundur umhverfishóps SA 14. september kl. 8:30

Næsti fundur umhverfishóps SA verður í Borgartúni 35 miðvikudaginn 14. september nk., kl. 8:30 – 10:00.  Þar mun Sigrún Pálsdóttir frá Íslenska járnblendifélaginu gera grein fyrir starfi félagsins að umhverfismálum og greina frá athyglisverðum árangri sem náðst hefur. Auk þess verður farið yfir stöðu þeirra verkefna sem hópurinn hefur verið að vinna að en ráðstefnan sem boðuð hefur verið í lok september („Hreinn ávinningur“) er sprottin af starfi hópsins. Á síðasta vetri samdi hópurinn drög að áherslum Samtaka atvinnulífsins í umhverfismálum sem kynntar voru á aðalfundi samtakanna í maí. Rætt verður um áherslur í starfi hópsins á vetri komanda.

 

Fundir umhverfishópsins eru opnir félagsmönnum SA en vinsamlega tilkynnið þátttöku í netfangið petur@sa.is.