Fundur um umhverfisábyrgð

Frá umhverfisráðuneyti hefur borist erindi þar sem óskað er álits um hvort tilskipun 2004/35/EB um umhverfisábyrgð (environmental liability) sé að hluta eða öllu leyti tæk inn í samninginn um EES.  Eins er óskað álits á því hvort óska eigi eftir aðlögun verði tilskipunin hluti af EES samningi. Tilskipunin tók gildi í apríl sl. og ber aðildarríkjum að hafa lögfest hana fyrir 30. apríl 2007.

 

Tilskipunina má nálgast hér og ýmsar upplýsingar sem tengjast undirbúningi hennar má finna hér. Tilskipunin er mjög víðtæk og leggur kvaðir á atvinnulífið og er þess krafist að sá sem veldur mengun greiði kostnað við að færa umhverfið aftur til fyrra horfs.  Ekkert hámark er á þeim bótum sem unnt er að krefja mengunarvald um.

 

Til að kynna þessa tilskipun og til að ræða áhrif hennar hér á landi er hér með boðað til fundar hjá Samtökum atvinnulífsins á 5. hæð í Borgartúni 35 þriðjudaginn 14. september nk. kl. 15.00. Á fundinum mun Kristín Linda Árnadóttir, lögfræðingur í umhverfisráðuneytinu, flytja erindi um tilskipunina og svara fyrirspurnum. 

 

Félagsmenn vinsamlega tilkynnið þátttöku til Samtaka atvinnulífsins í síma 591 0000 eða á netfangið petur@sa.is