Fundur um samband atvinnulífs og byggðaþróunarsjóða ESB - Akureyri

Samtök atvinnulífsins, utanríkisráðuneytið og Háskólinn á Akureyri efna til fundar þriðjudaginn 7. febrúar í Háskólanum á Akureyri þar sem fjallað verður um byggðaþróunarsjóði ESB og áhrif þeirra. Veli-Pekka Ihanus, finnskur sérfræðingur í byggðamálum, mun halda erindi um hvernig sjóðirnir hafa verið nýttir til nýsköpunar og fjármögnunar verkefna í Finnlandi auk þess að fjalla um hvernig þeir geta styrkt atvinnulíf innan ESB og möguleika fyrirtækja á styrkjum.

 

Fundurinn fer fram  í Háskólanum á Akureyri (í stofu M203 - í nýju byggingunni á 2. hæð) þriðjudaginn 7. febrúar kl. 10-12. Fundurinn er öllum opinn en nauðsynlegt er að skrá þátttöku hér að neðan.

 

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞÁTTTÖKU