Fundur skattahóps Samtaka atvinnulífsins

Samtök atvinnulífsins hafa boðað skattahóp samtakanna til fundar þann 13. júlí næstkomandi. Til fundarins eru m.a. boðaðir skattasérfræðingar á ýmsum sviðum atvinnulífsins. Skattahópi SA er ætlað að leggja mat á hvar brýnast er að breyta núverandi skattalöggjöf svo unnt verði að byggja upp sterkt, samkeppnishæft og heilbrigt atvinnulíf. Jafnframt er hópnum ætlað að útfæra og rökstyðja þær breytingar.

 

Stefnt er að því að skattahópurinn ljúki þessari vinnu í byrjun september og munu Samtök atvinnulífsins í framhaldi af því kynna niðurstöður hópsins fyrir íslenskum stjórnvöldum.