Frumkvöðlamót á Hótel Borg (1)

Föstudaginn 19. október efna Samtök atvinnulífsins, Háskólinn í Reykjavík og Samtök iðnaðarins til frumkvöðlamóts á Hótel Borg. Þar mun bandaríski fyrirlesarinn Larry Farrel fjalla um hvernig megi auka hagvöxt á Íslandi og skapa viðvarandi velmegun en hann telur það aðeins mögulegt með því að örva nýsköpun og efla frumkvöðlaanda meðal íslensku þjóðarinnar - íslenskra stjórnenda og stjórnmálamanna. Þá mun Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, birta uppskriftina að farsælli nýsköpun en samtök atvinnulífs á Norðurlöndum hafa tekið hana saman og gefið út í bók,The Nordic Recipe For Successful Innovation. Sjá nánar »