Félagsfundur Samtaka atvinnulífs og iðnaðar á Suðurlandi

Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins boða til sameiginlegs félagsfundar næstkomandi föstudag á Suðurlandi.

 

Fundurinn hefst kl. 12 á hádegi á Hótel Selfossi, föstudaginn 28. nóvember. Boðið verður upp á súpu, brauð og kaffi.

 

Tilgangur fundarins er að ræða stöðu atvinnulífsins í ljósi efnahagskreppunnar. Skiptast á skoðunum og hugmyndum.

 

Á fundinum munu Jón Steindór Valdimarsson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og Hannes G. Sigurðsson aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hafa framsögu um stöðu mála, svara spurningum félagsmanna og taka þátt í almennum umræðum um stöðuna.

 

Samtökin hvetja alla félagsmenn til að mæta. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á netfangið mottaka@si.is