European Business Summit 11.-12. mars

Dagana 11.-12. mars nk. standa framkvæmdastjórn ESB, Evrópusamtök atvinnulífsins (UNICE) og belgísku samtök atvinnulífsins (FEB) þriðja sinni fyrir svokölluðum European Business Summit í Brussel, en þar koma saman forystumenn úr atvinnulífi og stjórnmálum. Að þessu sinni verður áherslan á rannsóknir og nýsköpun sem leið til bættrar samkeppnishæfni álfunnar. Meðal ræðumanna má nefna Romano Prodi, forseta framkvæmdastjórnar ESB, og Dr. Jürgen Strube, forseta UNICE. Fjallað verður um einkaleyfavernd, líftækniiðnað, örtækni, umhverfistækni, mannauðsstjórnun, fjármál fyrirtækja, almennt um rannsóknir og þróun o.fl. Þátttökugjald eru 980 evrur, en aðildarfyrirtæki SA fá 50% afslátt, vegna aðildar SA að UNICE, sé UNICE tengslanna getið við skráningu.

 

Sjá nánar á vef fundarins.