European Business Summit (1)

Ríkisstjóri Kaliforníu, Arnold Schwarzenegger, er meðal fjölmargra þátttakenda á stefnumóti atvinnulífsins í Evrópu sem fram fer í Brussel 15.-16. mars næstkomandi. Schwarzenegger mun taka þátt í umræðum um orku- og loftslagsmál en umræður um stöðu og framtíð Evrópu á 50 ára afmæli Rómarsáttmálans verða áberandi. Forsætisráðherrar, stjórnendur stórfyrirtækja og leiðtogar Evrópusambandsins munu stinga saman nefjum og ræða samkeppnishæfni Evrópu ofan í kjölinn ásamt hundruðum blaðamanna en búist er við að þátttakendur verði á þriðja þúsund. Sjá nánar »