ESB-ríkin þurfa aukinn hagvöxt og fleiri störf

Formannafundur aðildarsamtaka UNICE, Evrópusamtaka atvinnulífsins, leggur á það áherslu í yfirlýsingu sinni að það sem Evrópusambandsríkin skorti umfram allt sé aukinn hagvöxtur og fleiri störf. Samtökin hafa áður lýst vonbrigðum með niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslna um stjórnarskrár-sáttmála ESB í Frakklandi og Hollandi, en fundur formanna aðildarsamtaka UNICE leggur hins vegar áherslu á það að aukinn hagvöxtur og fleiri störf séu brýnni viðfangsefni en stjórnarskrársáttmálinn.

 

Sveigjanleiki, hagvöxtur, frelsi í þjónustuviðskiptum...

Í yfirlýsingu fundarins kemur m.a. fram að hagvöxtur sé algerlega ófullnægjandi í flestum aðildarríkjum ESB, atvinnuleysi of mikið og að rík ástæða sé til að hafa áhyggjur af fjármögnun lífeyriskerfa í mörgum ríkjanna. Evrópuríkin standi því höllum fæti gagnvart vaxandi samkeppni frá Bandaríkjunum og Asíu og að brýnustu verkefni ESB snúi þess vegna m.a. að umbótum á sviði menntamála, aukningu sveigjanleika á vinnumarkaði, og að auknu frelsi í þjónustuviðskiptum.

 

Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins eru meðal aðildarsamtaka UNICE.

 

Sjá yfirlýsingu fundar formanna aðildarsamtaka UNICE.