Erlent starfsfólk mikilvægt

Í ályktun iðnþings Samtaka iðnaðarins er m.a. fjallað um mikilvægan hlut erlends starfsfólks við stóriðjuframkvæmdir. „Framundan er mikil fjárfesting í stóriðju, gengi íslensku krónunnar verður hátt og vextir verða háir. Við þessar aðstæður er líklegt að hefðbundinn iðnaður dragist saman og störfin færist í auknum mæli úr landi eða erlendu verkafólki fjölgi hérlendis á næstu árum. Síðari kosturinn er tvímælalaust vænlegri,“ segir í ályktuninni, þar sem m.a. er fjallað um nýgerða kjarasamninga, þörf á framleiðniaukningu, skort á vel menntuðu fólki á sviði iðn-, verk-, tækni- og raungreina, og skort á fjármagni til nýsköpunar.

 

Sjá nánar á vef SI.