Er evran svarið?

Í tilefni af Evrópudeginum býður Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB gagnvart Íslandi og Noregi, í samstarfi við Euro Info skrifstofuna, Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins, til morgunverðarfundar um evruna mánudaginn 8. maí n.k. undir yfirskriftinni: Er evran svarið? Hlutverk evrunnar í alþjóðavæðingunni. Aðalræðumaður á fundinum er Hervé Carré, aðstoðarframkvæmdastjóri stjórnarskrifstofu efnahagsmála hjá ESB og einn af hugmyndasmiðum evrunnar.

 

Fundurinn er haldinn mánudaginn 8. maí á Nordica Hótel kl. 8:15 – 10:00

 

Dagskrá:

 

8:15 - Skráning og morgunverður

 

8:30 - Percy Westerlund, sendiherra og yfirmaður fastanefndar ESB gagnvart Íslandi og Noregi: Opnunarávarp

 

8:35 - Hervé Carré, aðstoðarframkvæmdastjóri stjórnarskrifstofu efnahagsmála hjá ESB: “Addressing the opportunities and challenges of globalisation, what role for the euro?”

 

9:15 - Fyrirspurnir og umræður

 

10:00 - Fundarlok

 

Fundarstjóri er Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Útflutningsráðs.

Fundurinn er öllum opinn en áhugasamir eru beðnir á skrá þátttöku í síma 511 4000 eða með tölvupósti, utflutningsrad@utflutningsrad.is