Er allt á hreinu í þínu fyrirtæki?

Samtök atvinnulífsins efna til fundar um áhættugreiningu og áhættumat í fyrirtækjum, þann 26. október næstkomandi. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum SA, Borgartúni 35 - 6. hæð. Fjallað verður um auknar kröfur til fyrirtækja, framkvæmd áhættumats, og tækifæri sem geta leitt til hagkvæmari reksturs. Sjá nánari umfjöllun og dagskrá.